Friday, January 19, 2007

Nýjasta tækni og vísindi

Já það er mikil eftirsjá í þeim þætti, þar sem hann Sigurður H. Richter skordýrafræðingur, sem hvert mannsbarn þekkir, birti manni nýjustu tækniuppgötvanir heimsins og sem barn sat maður límdur við skjáinn og gapti af undrun yfir þessum tækniframförum. Nú sit ég í Dýrafræði B, fag sem beðið var eftir með mikilli tilhlökkun, og fæ að hlusta með vellíðunarkennd á sefandi rödd hans útskýra fyrir manni flokkunarfræði einfrumunga og æxlun þeirra.

Wednesday, January 17, 2007

Uppeldið...

Það er nú dáldill húmor í stráknum mínum! Um daginn voru ég og Ömmi ekki alveg á því að vakna strax þegar Úlfur var að reyna að draga okkur fram úr. Hann tók þá til sinna ráða og náði í vatnsbyssuna sína, fyllti hana sjálfur af vatni og sprautaði síðan okkur fram úr rúminu, þar sem við stukkum upp úr því með andfælum og hann er bara asskoti hittinn. Tókst endemum vel hjá honum.
Já ég held að mér sé bara að takast vel upp með uppeldið!