Sunday, September 10, 2006

Ráðstefnur

Er voða dugleg og er komin upp í skóla að læra nema hvað ég gleymdi nestinu mínu, þá er ekki amalegt að Askja sé aðal ráðstefnu pleisið á svæðinu. Þá er bara að um að gjöra að spóka sig um meðal ráðstefnu gesta og láta eins og þú átt heima þarna og gæða þér á bitastæðum samlokum og kaffi :))
Þetta gekk þó ekki eftir þegar það var ráðstefna um nýjan slökkviliðsbúnað núna í sumar, þá hefði umrædd aðferð ekki gengið eftir. Held að ég hefði skorið mig aðeins út úr fjöldanum standandi í röð með fílvöxnum slökkviliðsmönnum, en sú ráðstefna var með topp 10 einkunn fyrir girnilegan mat, úúfff horfði girndaraugum á hann.

Já gleyma nestinu, ég virðist alltaf að vera gleyma einhverju, ef það eru ekki lyklar, veski eða gleyma að segja Ömma að bíllinn sé að fara í viðgerð og hann ætti að fara með hann þá er það að gleyma að borga bensínið sem ég var að dæla á bílinn!!!!! Það var hrikalega fyndið, Ömmi fékk símhringingu í heimasímann nokkrum dögum eftir að ég hafði gleymt að borga. Starfsmennirnir hafa s.s. þurft að horfa á upptökur af svæðinu til að hafa upp á mér, hef greinilega ekki litið krimmalega út úr því að þeir hringdu bara. Sé þetta alveg fyrir mér standandi þarna í mínum eigin heimi :)))))))

Thursday, September 07, 2006

Hvernig tek ég mig út?

Skólinn er byrjaður aftur, finnst það æðislegt!!!!
Nú finnst örugglega margum manninum ég vera skrýtin en ef ég segi ykkur að ég sé í sjávarvistfræði, vatnalíffræði og dýralífeðlisfræði þá skiljið þið mig fullkomlega :)
Er reyndar líka í erfðafræði og hún kemur bara skemmtilega á óvart.

Það er búið að vera nóg að gera hjá mér undanfarið og verður enn meira að gera á næstunni úúfffff.
Ætla að reyna að klára þetta sumarverkefni mitt í september og sé fram á skemmtilegar skýrslugerðir.


Fór annars í mjög svo skemmtilega Mývatnsferð í síðustu viku, en það var verklegi hlutinn af vatnalíffræðinni, tók mig einstaklega vel út í feltinu eins og meðfylgjandi myndir sýna.


Já við Fannsi lögðum sko ýmislegt á okkur, en við tökum okkur ótrúlega líffræðingalega út, getum sko verið stolt af okkur :))))