Tuesday, August 15, 2006

Sienna action


Það þarf ekki mikið til að gleðja margan manninn :))))))
En ég og Siggi kölluðum þetta: Sienna action, til höfuðs fyrrverandi kærustu hans Laufars.

Monday, August 14, 2006

Annatími!!!

Háannatími framundan. Veit hreinlega ekki hvernig ég á að haga mér. Nú eru aðeins 2 vikur framundan þar til skólinn byrjar og í millitíðinni verð ég að halda upp á 2 ára afmælið hans Úlfs með tilheyrandi stressi yfir kökubakstri og þrifum sem ég gæti stolt boðið fjölskyldunni minni uppá. Þriggja daga grasafræði sumarnámseið (25-27. ágúst) og viku ferð til Mývatns í fyrstu skólavikunni (28-2. ágúst, ef fólk vill fylgjast með ferðum mínum).
Svo ég sé fram á glataða skólaviku í byrjun annar, skýrslugerð vikunni þar á eftir í grasafræðinni og útkomu mývatnsferðarinnar, brjálaða vinnu í modelling sumarverkefninu en ég verð að vinna í því fram á haust og er ég að deyja úr stressi yfir því!!!!!!!!!!!!!
Nóg að gera, nóg að gera.......

Góðu fréttirnar eru þó þær að mikil gleði ríkir yfir stundatöflunni minni vúhúú, öll fögin mín komust fyrir sem ég vildi hafa, eftir nokkur e-mail sambönd við yfirvaldið þar sem biðlað var til þess að vinsamlegast breyta $#%! stokknum f. sjávarvistfræðina.

Acknowledgements.
Pálmi Jóhannesson, lic.-ès-lettres, skrifstofustjóri

Friday, August 11, 2006

Vúhúú, komin með fartölvu!!


Loksins loksins!!! er komin með fartölvu aftur:))))
Ég og Saga fórum og versluðum okkur tölvur á þessu kostatilboði. Acer tölvu á 119.000 áður á 159.00 uss uss ekki amalekt það.
Þetta er sem sagt allt að koma hjá mér, eignuðumst digital myndavél um jólin, iPod í afmælisgjöf, stofnaði bloggsíðu og nú er fartölvan komin í hús. Tók mér nefnilega smá pásu frá öllu tæknilegu í nokkur ár en er öll að koma til núna. Er þegar komin næsta item á óskalist en það eru þessar geðveiku græjur sem maður stingur iPodnum í!!!!!

Nú er bara að halda í sjálfsagann í vetur þegar maður er í dead boring tíma að fara ekki að leika sér á netinu (ekki alltof mikið:))))