Monday, July 24, 2006

Afslappað andrúmsloft

Frægð og frami eru nú á næsta leyti!!!
Það kom grein í fréttablaðinu í gær þar sem er viðtal við mig og Sögu og auðvitað er hvorug okkar ánægð með myndina af okkur. Svo er Saga ekki rétt feðruð og eitthvað hefur nú misfarist hvað ég sé að gera í sumar!!!!
Það er ekki alveg rétt að ég sé að skrásetja sjávarrannsóknir, heldur var það hann Halldór doktorsnemi hérna sem gerði það en já ég var að vinna að skýrslu fyrir umhverfisstofnun og en í henni var ég t.d. að bera saman EUNIS classes (European Nature Information System) og bera það saman við okkar sjávar MPAs (marine protected areas).
Svo er núna að gera svokallað predictive habitat modelling, uss uss uss það hljómar miklu betur og pro og það vantaði alveg :)))))
En ég gæti alveg trúað að þetta hafi komið svo ruglingslegt út úr mér því einhverja hluta vegna varð ég svo stressuð þegar hann byrjaði að taka viðtal við okkur, var ekki búin að hugsa hvað ég ætti að segja fyrirfram.
En hvað með það, er samt búin að hengja greinina upp hérna hjá okkur!!!

Wednesday, July 19, 2006

Líffræði nörd


Það er komið að því!!!!
Er einu skrefi nær að verða líffræði nörd. Var að fá í hendurnar bækurnar mínar sem ég pantaði á amazon, miklu aðgengilegri bækur til að sýna manni hvernig reikna skal tölfræði úr gögnum heldur djö#$% ruslbókin sem maður hafði í Lífmælingum og framkallaði sjálfkrafa hroll þegar maður hugsaði út í fagið.

Eitthvað held ég að þessar eigi eftir að bæta ýmind manns á lífmælingum héðan í frá :))))))
Nú er bara að glugga í þetta í sumar, hmmm kannski orðin aðeins of bjartsýn ;)

Færeyjar

Saga hefur fengið mig til að trúa að maður getur unnið í happdrætti!!! Helvítið vann í gær miða til Færeyja á G-festival :))))) og er hún og Ásdís að fara í dag og verða fram á sunnudag.

Hefði veðurspáin ekki verið svona góð næstu daga hefði ég skellt mér með þeim, því ég var orðin algjörlega veik að fara í gær þar sem maður var með Sögu yfirspennta hérna í kringum sig. Því það er nú ekki amalegt að djamma með þessum stelpum eins og ég kynntist á hólum. Verð samt að biðja Sögu að færa mér einn svona:


Tuesday, July 18, 2006

Kubb

Nýuppgötvaður leikur sem ég kynntist í Hóla útilegunni, rústaði meðal annars Sögu, Ásdís og Borgný. Nú er komin tími til að endurtaka leikinn, ætlum út í hádeginu að spila og ætla ég að kenna Sögu hvar Davíð keypti ölið!!!

http://www.vmkubb.com/index.asp

Tuesday, July 11, 2006

Hólar

Útilega ársins nýafstaðin!!!
Ég, Saga, Ásdís og Borgný lögðum upp í ferðalag í Skagafjörðinn ásamt nokkrum líffræðingum og við spurðum okkur á leiðinni hvaða heilvita manni ákvað það að útilegan yrði að vera á Hólum, því við keyrðum úr góða veðrinu í rigningu og kulda. Það stoppaði okkur þó ekki því við settum upp bjartsýnisgleraugun og þuldum fyrir munni:
Það er ekkert sem heitir vont veður, bara rangur klæðnaður!!!

Það gekk þó ílla að halda á sér hita á föstudagskvöldið þrátt fyrir hetjulega drykkju og flest okkar þurftum að kljást við draum- og svefnlausa nótt, en þetta var kaldasta nótt sem flest okkar höfðum upplifað. Enda sáum við morgunin eftir að það hafði snjóað í fjöllunum, þá flýðu sumir af hólmi seinna um daginn og enn aðrir urðu veikir og gátu ekki haldið gleðinni áfram á laugardagskvöldið.

En við stelpurnar héldum uppi heiðri okkar og sátum í rigningunni á laugardagskvöldið í æsispennandi drykkjuleikjum, þangað til ákveðið var að sækja gleðina annað og ferðinni var haldið í Sauðakrók þar sem viðtók yndisleg barstemmning með Johny King í eyrunum.
Johny (já með einu n-i) King kunni sko að halda taktinn :))))))
Svo þegar barnum var lokað fékk maður tónleika með tónelskum ungum herramönnum, sem rödduðu (eða reyndu, drykkjan kannski e-ð farin að segja til sín) stoltir fyrir mann skagfirsk lög.
En gamanið var engan vegin búið því leiðin lá niður í partýtjald á tjaldsvæðinu þar sem var sungið og trallað, og sungið meir, fram undir morgni og bera video upptökurnar mínar þess góðs vitnis :))))))))
Enn yndislegra var þó að okkur var boðið heimagisting af gestrisnum skagfirðingi, honum Kidda sem eldaði ofan í okkur samlokur áður en við fengum að fara að sofa.
Jáhá, svona á að gera þetta!!

Monday, July 10, 2006

Upphafið

Er búin að sogast í hringiðu bloggsins og sjálfhverfunnar, búin að stofna bloggsíðu eins og restin af hjörðinni :))))

Þetta á nú eftir að verða einhver suðupottur sem mun markast af Úlfinum, skólanum, myndum til að deila og öðru bulli!!!