Wednesday, November 08, 2006

Uppbyggileg gagnrýni og uppköst

Ég hef verið að fá nokkra gagnrýni undanfarið en sem á réttilega rétt á sér! Fólk hefur verið að skjóta á mig að ég hafi stundað óbloggaralega hegðun upp á síðkastið ;) úr því verður bætt hér með!

Það er alltaf nóg að gera hér á bæ, endalaus hópaverkefni og er ég alveg komin með meira en nóg af þeim að ég gæti hreinleg gubbað. Sem ég reyndar gerði þegar ég, saklaus nemandi, var notuð sem tilraunadýr í hrottafenginni lífeðlisfræðitilraun. Þar var ég látin borða 7,6 gr af salti og svo átti að athuga hvaða áhrif það hefði á pissið mitt. Ha ha ég sá samt við þeim og gubbaði stuffinu svo mælingarnar mínar yrðu marklausar. Samnemandi minn var greinilega á sama máli því hann ældi líka.

Hin mjög svo mikilvæga tilraun okkar Sögu, Heiðu og Höbbu í sjávarvistfræðinni er að fara að ljúka á föstudaginn. Þar sem við erum að gera atferlisfræðilega tilraun á bogkröbbum um lært fæðuval þeirra. Það munu örugglega koma fram break through niðurstöður úr henni.

Carcinus maenas

Var svo á hinu langþráða köfunarnámskeiði á gærkveldi nema hvað ég var alltaf geyspandi allt kvöldið, var hreinlega að leka niður úr þreytu og leiðbeinandinn var svo ókristilegur að bjóða ekki upp á kaffi og þegar ég impaði á því hvort upp á það yrði boðið þá sagði hann að hann drykki ekki kaffi ekkert svoleiðis yrði á boðstólnum. Það hljómaði auðvitað sem guðlast í mínum eyrum. Bóklega er svo framhaldið, svo er bara spurning hvort maður eigi að troða verklega hlutanum í mína þéttskipuðu töflu fyrir jól eða taka þetta frekar í rólegheitunum eftir jól í mars. Sem væri ekki svo óvitlaust því það væri nær TÆLANDS FERÐINNI, en þar verður sko kafað!!!! Þá verður þessi nýaflaða vitneskja manni ofarlega í huga þegar maður dempir sér í sjóinn.


Maður fékk að heyra hinu ýmsu dæmisögur sem átti að fá okkur til að hugsa okkar gang. Hann átti örugglega fleiri sögur í safninu sínu heldur en í dæmisögum Esóps. Við fengum meðal annars að heyra um dauðaslys sem höfðu átt sér stað í köfun hérna á Íslandi, ekki frá að það setti að manni hroll, en eins og sannri dæmisögu sæmir þá hefði mátt koma í veg fyrir það með því að fara rétt að hlutunum, ekki styttri leiðina.