Friday, April 27, 2007

Próflestur

Það er komið að próflestrinum!!!
Þá er auðvitað komið að árlega hugarflakkinu sem heltekur mann í prófunum, einbeitingin mín virðist alveg fjúka í veður og vind á þessum árstíma. Það er líka margt sem liggur meira ofarlega í huga mér en spurningar á borð við; Settu fram jöfnu sem lýsir breytingum á tíðni allels á einum lókus með tvö allel vegna náttúrlegs vals og greindu frá helstu þáttum jöfnunnar!!!!

Eins og til dæmis komandi Tælandsferð, með viðkomu í Danmörku, shit hvað ég get ekki beðið. Það verður auðvitað að fara út að borða, versla í H&M, á pubinn, í tívolíð, áhyggjulaus í hakkí sakk s.s. öllu tilheyrandi!
Fór svo loksins í fyrsta köfunartímann í gær í frábærri opinni sveitasundlaug með fuglasöng í eyrum. Hlakkar alveg óstjórnlega til að fara svo í alvöru köfun, en hún verður farin sama dag og ég lýk prófum. Smá kapphlaup að fá köfunarréttindin áður en maður fer til Tælands svo maður geti nú kafað eitthvað þar.

'Var líka að uppgötva nýja hlið á mér!! Er búin að panta, ásamt Sögu og Dána, skordýra söfnunarsetti, já hver hefði trúað því að skordýrasöfnun yrði mitt næsta thingi (Verð með háfinn á lofti í TælandiVerða að bæta þessu inn í áhugamál hjá mér í ferilskrána mína).
Myndirnar af mér frá Tælandi eiga sem sagt eftir að samanstanda af mér með háf á lofti eða á hnjánum að veiða bjöllur, vaðandi leiruviðarskóga og skoðandi rætur Rhizophora trjáa eða á leið í köfun.
Svo er líka að athuga hvort þið þekkið mig:
http://www02.quizyourfriends.com/quizpage.php?quizname
=070426215003-328662


P.S. er líka nýkjörinn formaður Haxa, þannig að það verður nóg að gera á næsta ári :)

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

ohh... damn þetta hljómar allt bara geggjaðslega... þetta verður bara snilld hjá þér skvísípæ...
til hamingju með kjörið..veit reyndar ekkert hvað þetta er en con grads engu síður... svo verðuru nú að hafa smá tíma eftir próf fyrir okkur skvísurnar... must að taka 1 djamm e próf og f tæ..
gangi þér vel í prófunum..
love A og A

2:51 PM  
Anonymous Anonymous said...

p.s. ég þekki þig 70%...það er nú bara þokkalegt ekki satt?

2:57 PM  

Post a Comment

<< Home