
Já það er mikil eftirsjá í þeim þætti, þar sem hann Sigurður H. Richter skordýrafræðingur, sem hvert mannsbarn þekkir, birti manni nýjustu tækniuppgötvanir heimsins og sem barn sat maður límdur við skjáinn og gapti af undrun yfir þessum tækniframförum. Nú sit ég í Dýrafræði B, fag sem beðið var eftir með mikilli tilhlökkun, og fæ að hlusta með vellíðunarkennd á sefandi rödd hans útskýra fyrir manni flokkunarfræði einfrumunga og æxlun þeirra.