Friday, April 27, 2007

Próflestur

Það er komið að próflestrinum!!!
Þá er auðvitað komið að árlega hugarflakkinu sem heltekur mann í prófunum, einbeitingin mín virðist alveg fjúka í veður og vind á þessum árstíma. Það er líka margt sem liggur meira ofarlega í huga mér en spurningar á borð við; Settu fram jöfnu sem lýsir breytingum á tíðni allels á einum lókus með tvö allel vegna náttúrlegs vals og greindu frá helstu þáttum jöfnunnar!!!!

Eins og til dæmis komandi Tælandsferð, með viðkomu í Danmörku, shit hvað ég get ekki beðið. Það verður auðvitað að fara út að borða, versla í H&M, á pubinn, í tívolíð, áhyggjulaus í hakkí sakk s.s. öllu tilheyrandi!
Fór svo loksins í fyrsta köfunartímann í gær í frábærri opinni sveitasundlaug með fuglasöng í eyrum. Hlakkar alveg óstjórnlega til að fara svo í alvöru köfun, en hún verður farin sama dag og ég lýk prófum. Smá kapphlaup að fá köfunarréttindin áður en maður fer til Tælands svo maður geti nú kafað eitthvað þar.

'Var líka að uppgötva nýja hlið á mér!! Er búin að panta, ásamt Sögu og Dána, skordýra söfnunarsetti, já hver hefði trúað því að skordýrasöfnun yrði mitt næsta thingi (Verð með háfinn á lofti í TælandiVerða að bæta þessu inn í áhugamál hjá mér í ferilskrána mína).
Myndirnar af mér frá Tælandi eiga sem sagt eftir að samanstanda af mér með háf á lofti eða á hnjánum að veiða bjöllur, vaðandi leiruviðarskóga og skoðandi rætur Rhizophora trjáa eða á leið í köfun.
Svo er líka að athuga hvort þið þekkið mig:
http://www02.quizyourfriends.com/quizpage.php?quizname
=070426215003-328662


P.S. er líka nýkjörinn formaður Haxa, þannig að það verður nóg að gera á næsta ári :)

Monday, March 26, 2007

Úúúllfuuuur!

Holy crap! þarna munaði svo litlu

Hef verið að undirbúa jarðveginn undanfarið fyrir: Hætta með snuddu! Keypti svo bók á bókamarkaðinum í Perlunni um daginn, þar sem söguþráðurinn snerist um að hún Lilja ætlaði sko alltaf að vera með snuddu. Svona söguþráður með boðskap og tilgang, ofboðslega uppeldislegt. Nema hvað þegar síga fer á seinni helming bókarinnar þá kemur daddarara vondi, ílla lyktandi og grimmi úlfurinn! Lilja segir honum að fara burt, en úlfurinn skilur hana ekki með snudduna upp í sér og urrar bara meira á hana. Endar með því að Lilja stingur snuddunni upp í hann og hann verður ljúfur sem lamb og sögulok verða því að úlfurinn labbar inn í skóginn aftur hæstánægður með þessa snuddu sína!!!!! Helv$%&? þetta átti ekki að fara svona. Úlfur sofnaði líka hæstánægður með snudduna í munninum og eina í hendi.

Næst kaupi ég bara bókina: Moldvarpan sem vildi vita hver skeit á hausinn á henni. Hmmm hún hefur þann boðskap að... fólk eigi... að uuuuu leita að sannleikanum... já einmitt.

Monday, March 19, 2007

Sumarvinna

Vuuhhhhúúúú, er komin með flottustu sumarvinnunnuna!!!!!
Mun munda sjónauka á skipi í mánuð og telja hvali. Gerist ekki betra að mínu mati.

Lítur allt út fyrir það að þetta eigi eftir að vera mjög fjölbreytt og skemmtilegt sumar framundan. Þrjár vikur í tælandi, mega afmælispartý hjá okkur skötuhjúum (uuhmm Ömmi meðal annars að verða þrítugur, híhí) og svo bara á sjóinn, shit hvað þetta verður gaman. Eina sem skemmir er sumarpróf í erfðafræði í ágúst sem samkvæmt öllum líkum á eftir að hanga yfir manni allt sumarið.

Með kveðju að hætti að háhyrnings
http://www.seaworld.org/animal-info/
sound-library/quiz/audio/soundseven.aiff

Sunday, March 04, 2007

Sandgerði.....

Ástin hreinlega blómstraði á Ölver.....

Ef maður vill bjaga sannleikann og koma gróusögum af stað, hahahaha
Annars vill ég þakka þriðja árinu fyrir "drengilega" baráttu í klámvísu keppninni á föstudaginn en þetta var eftirminnilegt kvöld sem einkennaðist af miklum söng og pólverjum.

Monday, February 12, 2007

Karate

Svona ef það hefur farið fram hjá ykkur þá er ég byrjuð að æfa karate. Jább, vissi að ég myndi taka mig einstaklega vel í hvíta gallanum, reyndar er hvíta beltið að bögga mig dáldið vildi að ég gæti nú brotið hann upp með einhverjum lit.
Eins og þið sjáið þá get ég verið mjög ógnvekjandi og tekið ykkur í karphúsið ef þið eruð með eitthvað múður.
Takið samt tillit til þess að ég get það bara við þá sem eru í mínum stærðarflokki!

Með Kiiiiaaai
Birna

Friday, February 02, 2007

Framúrskarandi

Það er aldeilis, kærasti minn er framúrskarandi!
Ömmi hlaut styrk úr Verðlaunasjóði Bergþóru og Þorsteins Scheving Thorsteinssonar lyfsala (það er kannski meira við hæfi að skrifa Ögmundur af þessu tilefni). Ögmundur sem sagt og annar doktorsnemi hlutu styrk fyrir framúrskarandi rannskóknir í lyfjafræði. Ekki amalegt það :)
Hérna er fréttin fyrir þá sem vilja komast á snoðir um meira!
Reyndar smá ósátt þar sem tekin var mynd með mig líka inn á stolt við hliðin á honum Ömma mínum, hef greinilega bara skyggt svona mikið á verðlaunahafana að þeir hafa ákveðið að hafa ekki þá mynd. Get svo sem skilið það.

Friday, January 19, 2007

Nýjasta tækni og vísindi

Já það er mikil eftirsjá í þeim þætti, þar sem hann Sigurður H. Richter skordýrafræðingur, sem hvert mannsbarn þekkir, birti manni nýjustu tækniuppgötvanir heimsins og sem barn sat maður límdur við skjáinn og gapti af undrun yfir þessum tækniframförum. Nú sit ég í Dýrafræði B, fag sem beðið var eftir með mikilli tilhlökkun, og fæ að hlusta með vellíðunarkennd á sefandi rödd hans útskýra fyrir manni flokkunarfræði einfrumunga og æxlun þeirra.